Hættum að nota óumhverfisvæn snuð

Hættum að nota óumhverfisvæn snuð

Það er eitt sem ég hef mikið verið að undra mig á en það er hvers vegna ekki fleiri kjósi umhverfisvænan kost af snuðum. Því það er ótrúlegt magn að plasti sem fylgir snuðunum, bæði í snuðinu sjálfu og umbúðunum.

Samkvæmt neytendastofu á að skipta um snuð á eins til tveggja mánaða fresti. Árið 2018 fæddust 4228 börn. Ef við gerum ráð fyrir að 70% af þessum börnum noti snuð og að þau noti átta snuð á ári þá eru það samtals 23.677 snuð. Snuð eru oftast um 40 gr. þannig að það gerir næstum því eitt tonn af plasti á einu ári! Það er of mikið magn af plasti fyrir vöru sem er svo auðveldlega hægt að skipta út fyrir umhverfisvænni kost.

Nú eru eflaust margir sem hugsa með sjálfum sér að þeir séu að nota umhverfisvæn snuð vegna þess að framleiðendur snuða eru farnir að breyta yfir í náttúrulegar túttur. Þær eru þá ýmist búnar til úr latexi eða sílikoni. Hinvegar er sannleikurinn sá að oft er það einungis túttan sem er náttúruleg en ekki restin af snuðinu. Restin af snuðunum er oftast úr plasti sem heitir pólýprópýlen (PP). PP er umhverfisvænni kostur en margt annað plast en það er hægt að bræða og endurnýta með því að búa til aðra vöru í staðinn. Það eyðist að auki fljótar í nátturunni en þegar það eyðist þá skilur það hinsvegar eftir sig eiturefni. Þess vegna er PP góður kostur þegar það að er ekkert annað í boði en þegar við getum valið niðurbrjótanlega vöru þá ættum við að sjálfsögðu að velja hana.

Ég viðurkenni að ég hafði ekki hugmynd um að til voru niðurbrjótanleg snuð fyrr en fyrir alltof stuttu síðan. Ég var hissa á því hvað ég var sein að vita af þeim og fór strax í að afla mér frekari upplýsinga. Þessi 100% niðurbrjótanlegu snuð eru búin til úr gúmmíi úr Hevea trjám. Í framleiðslu snuðanna er passað að ganga ekki of mikið á birgðinar svo að tréin nái að jafna sig á milli þess sem er tappað af þeim. Það sem er frábært við þessi snuð er að allt snuðið er búið til úr náttúrulegu Hevea gummíi en ekki bara túttan, svo er það einnig heilsteypt svo að engin hætta er á að túttan detti af. Eftir átta ár byrjar snuðið rólega að brjótast niður og eftir 20 til 25 ár verður því ferli lokið. Þar sem það er náttúrulegt skilur það heldur engin eiturefni eftir sig í náttúrunni.

Ég hef verið að taka eftir því uppá síðkastið að meirihlutinn af fólki er ekki meðvitað um þennnan umhverfisvæna kost af snuðum en sífellt fleiri fyrirtæki eru byrjuð að framleiða snuð og leikföng úr Hevea gúmmíi. Svo fólk ætti ekki að vera í neinum vandræðum að finna snuð sem hentar sínu barni. Ég hef verið að fá einstaklega góð viðbrögð við snuðunum sem ég sel frá Hevea Planet og ég vona svo sannarlega að fleiri fari að íhuga umhverfisvænni kost fyrir snuð og að eftir nokkur ár muni jafnvel ekki vera hægt að kaupa plastsnuð.

 

Heimildir

(https://www.neytendastofa.is/um-okkur/frettir-og-tilkynningar/frett/2017/11/16/Neytendastofa-skodar-Snud/)

(https://px.hagstofa.is/pxis/pxweb/is/Ibuar/Ibuar__Faeddirdanir__Faeddir__faedingar/MAN05100.px/table/tableViewLayout1/?rxid=72169917-0220-408e-b372-dfc884ab3ad7)

(https://www.lunajournal.biz/hevea-pacifiers-for-a-better-environment/)

(https://www.neytendastofa.is/um-okkur/frettir-og-tilkynningar/frett/2017/11/16/Neytendastofa-skodar-Snud/)

(https://px.hagstofa.is/pxis/pxweb/is/Ibuar/Ibuar__Faeddirdanir__Faeddir__faedingar/MAN05100.px/table/tableViewLayout1/?rxid=72169917-0220-408e-b372-dfc884ab3ad7)

(https://www.lunajournal.biz/hevea-pacifiers-for-a-better-environment/)

(https://naturaler.co.uk/is-polypropylene-biodegradable/)