Segulveggspjald - Hús
Skemmtilegt segulveggspjald frá Ferflex í barnaherbergið. Ímyndunaraflið fær að ráða för og valmöguleikarnir eru endalausir!
Segulveggspjaldið er bæði hægt að nota fyrir nám og leik. Við mælum með seglunum frá Ferflex á segulveggspjaldið.
Stærð:
57,6x91,9cm. Þykkt 0.6mm
Ath! Ekki er mælt með að líma veggspjaldið á nýmálaðan vegg
Ferflex® segulveggspjaldið inniheldur:
- 1 x Svart segulveggspjald
- 1 x Seglasett sem inniheldur 21 litrík form
Sjá leiðbeiningar fyrir neðan
Leiðbeiningar
Það er mjög auðvelt að setja upp segulveggspjaldið!
Við mælum með að þrífa vegginn vel áður en segulveggspjaldið er límt á hann. Passa þarf að veggurinn sé alveg sléttur og ekki er mælt með að líma það á hurð, skápahurð eða viðarpanel til dæmis.
Segulveggspjöldin eru límd ofan frá og niður eða neðan frá og upp. Ekki líma veggspjaldið upp við gólf eða gólflista ef þú ert með litafilmu þar sem að hún er örlítið stærri en veggspjaldið.
-
Taktu segulveggspjaldið úr kassanum. Gott er að slétta aðeins úr því.
-
Því næst er filman dregin varlega af, aðeins nokkra cm í einu og límt á vegginn.
Notaðu hreina tusku eða höndina til þess að slétta úr veggspjaldinu meðan.
- Ef að það koma loftbólur eða veggspjaldið er sett skakkt á, fjarlægðu þá veggspjaldið rólega af veggnum. Best er að gera það sem fyrst og áður en búið er að líma allt veggspjaldið á.
Þegar veggspjaldið er komið á sinn stað þá mælum við að leyfa veggspjaldinu að bíða í 48 tíma áður en seglarnir eru settir á, upp á að límið festist alveg.
Góð ráð
-
Geymdu filmuna af veggspjaldinu ef að þú ætlar einhvern tímann að taka það og geyma, t.d. ef þú ert að fara að flytja.
-
Ekki líma segulveggspjaldið á nýmálaðan vegg. Bíddu í 4-6 mánuði áður en það er sett upp.
- Forðastu að líma veggspjaldið nálægt ofni