Um vörumerkin

Ailefo er danskt fyrirtæki sem framleiðir lífrænan leir. Christiane vann sem hjúkrunarfræðingur í 17 ár þegar hún hætti og stofnaði Ailefo ApS árið 2015. Sem móðir vildi Christiane búa til vöru sem dóttir hennar hefði gaman af og væri góð fyrir umhverfið. Dóttir hennar hjálpaði henni að þróa leirinn og árið 2016 varð lokavaran tilbúin. Ailefo hefur unnið verðlaunin fyrirtæki árisins 2017 frá Bornholms Erhversservice.

Ailefo leirinn inniheldur einungis náttúruleg efni. Hann er fyrsti lífræni leirinn á evrópskum markaði. Leirinn inniheldur engine ilmefni né paraben og inniheldur olíu sem gefur höndunum mikinn raka.

Umbúðirnar eru gerðar úr 100% endurunnum pappa og plastumbúðirnar eru gerðar úr PP plasti sem auðvelt að endurvinna. Hægt er að endurnýta umbúðirnar undir eitthvað annað sniðugt. Það má setja plastumbúðirnar í örbylgjuofn og uppþvottavélina.

Oli&Carol er spænskt fyrirtæki stofnað af systrunum Olimpia og Carolina. Leikföngin frá Oli&Carol eru búin til úr 100% náttúrulegu gúmmíi úr Hevea trjám. Þau eru handmáluð með náttúrulegum litarefnum. Þau eru án allra skaðlegra efna og er til að mynda laus við PVC, BPA, Pthalates og Nitrosamines.

Oli&Carol er samfélagslega ábyrgt, með hverjum kaupum styrkir þú börnin Kusum, Lalit, Babram, Amita og Ritu sem búa í Indlandi. Þetta gerir þeim kleift að stunda nám í öruggu skólaumhverfi. Hægt er að lesa meira um það hér.

CamCam Copenhagen er danskt fyrirtæki stofnað af hjónunum Sara Giese Camre og Robert Warren Paulsen. Þau leggja mikla áherslu á sjálfbærni, lífræna framleiðslu og endingargóða hönnun og vörur. Allar vörurnar eru lífrænar og laus við öll skaðleg efni.

CamCam Copenhagen er einnig samfélagslega ábyrgt og passar að vinnuaðstæður í verksmiðjunum sem vinna fyrir þau séu í góðu ástandi, góð laun og engin börn sem vinna þar. Hægt er að lesa meira um vörumerkið hér.

Noodoll er breskt fyrirtæki stofnað af Yiying Wang. Noodoll byrjaði sem barnabók sem þróaðist svo yfir í bangsana sem þau framleiða í dag. Bangsarnir eru framleiddir að hluta til í Taiwan af hópi kvenna sem eru ömmur á sjötugsaldri sem hafa gaman að sauma og skapa fallegar vörur. Svo er klárað að sauma bangsana í Bretlandi í stúdíói Noodoll. Noodoll sendir allar sendingar til birgjanna sinna í notuðum pappakössum sem þau fá frá fyrirtækjum í kringum sig.

Kukkia er japanskt fyrirtæki sem framleiðir skemmtileg og falleg viðarleikföng. Leikföngin eru vönduð og endingargóð.  Kukkia er fyrirtæki með tvö vörumerki sem eru kiko+ og gg*. Leikföngin og pakkningarnar eru umhverfisvæn.

Londji er spænskt fyrirtæki sem leggur áherslu á list, leikföng og leik. Þau framleiða vönduð leikföng, klassísku spilin og púslin sem allir kannast við sem hentar öllum frá 3 upp í 103 ára. Leikföngin sem þau framleiða eru öll umhverfisvæn og til að mynda eru öll púslin þeirra búin til úr endurunnum pappa.