Dúkkuvagga

Minimalísk og falleg dúkkuvagga sem hentar einstaklega vel til þess að svæfa þreyttar dúkkur og bangsa. Dýna fylgir með vöggunni en hægt er að kaupa himnasæng, kodda og sæng í vögguna aukalega. 

Hentar 3 ára og eldri ✅

Tilvalið í jóla og afmælisgjöf ✅

Dýna fylgir með ✅

 

21.900 kr

Efni: Búin til úr við og málmi

Þvottur: Við mælum með að þvo vögguna með rökum þvottapoka, dýnuna má þvo á lágum hita.

Stærð: 26 x 43 x 45 cm

Athugið að foreldrar skuli ávallt fylgjast með börnum þegar vaggan er notuð. Vaggan er einungis ætluð undir dúkkur og bangsa, vaggan ber ekki meira en 4kg. 


Við sendum allar pantanir með Dropp! Við bjóðum upp á fría sendingu sé verslað fyrir 9.000kr eða meira